YOGABLISSS er vellíðan sem fylgir því að stunda yoga

Íris dögg oddsdóttir

Allt Það besta býr innra með okkur

Þegar árreitið er mikið þá erfitt að heyra í sjálfum sér. Með yoga kyrrum við hugann og hægjum á ölduganginum innra með okkur.

Í yoga erum við hér og nú. Besta leiðin til þess að komast þangað er að elta andardráttinn. 

Yoga þýðir sameining á einstaklingssálinni og alheimssálinni. Með athygli okkar á einn andardrátt í einu komumst við nær þessari sameiningu. 

Yoga er fyrir alla

Ferðalagið snýst um vellíðan. Við aðlögum eftir aðstæðum og einbeitum okkur að því hvernig okkur líður í stöðunum. 

Friðurinn er þar sem að við mætum okkur sjálfum án þess að dæma og greina.

Við byrjum öll einhvers staðar. Fyrsta skrefið gæti verið að finna yogatíma í nágrenninu eða hreinlega á netinu.

Gefumst ekki upp þó fyrsti tíminn hitti ekki beint í mark, prófum aftur.

Það geta allir fundið yoga við sitt hæfi, óháð aldri og líkamlegri getu. 

irisyogablisss