Hleðsluhelgar á hótel Húsafelli 2025

31.janúar - 2.febrúar

28.febrúar - 2.mars

Hleðsluhelgi

Hleðsluhelgi er heil helgi þar sem við hlöðum batteríin með yoga og stingum okkur í samband við náttúruna. 

Við lendum á dýnunni seinnipart föstudags og ljúkum dagskránni í hádeginu á sunnudegi. 

  • Mjúkt yoga með áherslu á spennulosun og yoga nidra á föstudagskvöld.
  • Morgungyoga laugardag og sunnudag með áherslu liðkun og mjúkt flæði. 
  • Yin yoga og djúpslökun seinnipart laugardags. 
  • Gisting 2 nætur með morgunverði.  
  • 2ja rétta kvöldverður á föstudagskvöld.
  • 3ja rétta kvöldverður á laugardagskvöld. 
  • Prívatferð í Giljaböðin
  • Aðgangur að Lindinni.

Verð á mann mv. 2 í herbergi: 88.950 kr.

Verð á einstaklingsherbegi: 117.795 kr. 

Hótel Húsafell

Hótel Húsafell er hlýlegt og aðstaðan til fyrirmyndar. Á milli yogatíma gefst færi á að dýfa sér í heitar laugar og láta líða úr sér. 

Þetta er fullkominn staður til hlaða batteríin og hlúa að líkama og sál.  

Umhverfið er friðsælt og náttúran töfrandi. Á svæðinu eru miklir kraftar sem sannarlega lifna við þegar við dýfum okkur í Giljaböðin og fræðumst um sögu svæðisins.

Giljaböðin

Giljaböðin eru ekta íslensk jarðböð í anda gömlu Snorralaugar í Reykholti. Böðin eru byggð úr náttúrusteini úr gilinu og í þau er veitt vatni úr heitum uppsprettum á staðnum.

Böðin falla vel að náttúrunni og gefa útsýni yfir gilið sem býr yfir fallegum jarðmyndunum. 

Giljaböðin

Hleðsluhelgar á Hótel Kötlu

Árin 2021 – 2023 voru Hleðsluhelgarnar á Hótel Kötlu, sem er uþb. 5 km austan við Vík í Mýrdal. Þar er notalegt að kúra rétt undir Mýrdalsjökli.

Hjörleifshöfði og Víkurfjara eru magnaðir staðir þar sem náttúran umvefur okkur og fyllir okkur orku.  

Hleðsluhelgi
Hleðsluhelgi
Hleðsluhelgi

Yoga

Yogatímarnir á Hleðsluhelgum henta öllum. Á föstudagsköld byrjum við á spennulosun og yoga nidra sem er liggjandi, leidd hugleiðsla. 

Morguntímarnir eru kraftmeiri.Við byrjum á öndunaræfingum og liðkun. Við keyrum svo upp hitann í flæði og virkjum helstu vöðvahópa. 

Yin yoga og djúpslökun er tími þar sem við dveljum í nokkurn tíma í hverri stöðu, sitjum, krjúpum og liggjum.

ÚTIVIST

Það er fátt sem gefur betri orku en útivist fallegu umhverfi.

Með útivist getum við virkjað boðefnabrunninn okkar. 

Líkami okkar framleiðir taugaboðefni eins og endorfín, dópamín, oxytocin og noradrenalín. Með því að hreyfa okkur úti í faðmi náttúrunnar getum við örvað frameiðslu þessara boðefna og fundið til meiri orku. Þau hjálpa okkur líka að slaka á og geta verið verkjastillandi. 


Helgarnámskeiðin hjá Írisi Dögg eru vel skipulögð, mátulega mikið yoga og útivist með áhugaverðri leiðsögn hennar. Yoga sem allir geta gert og lært eitthvað nýtt í leiðinni og svo er maturinn á Hótel Kötlu virkilega góður. Íris

Dögg er frábær leiðbeinandi með þægilega nærveru."

STEINDÓRA KR. GUNNLAUGSDÓTTIR
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021 og 2022

"Fórum tvær systur í slökun og áttum frábæra hleðsluhelgi í nærandi umhverfi með Írisi Dögg. Getum heilshugar mælt með hleðsluhelgi með Írisi Dögg".
Bryndís og Íris Halla
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2022

Endurnæring, skemmtun, alúð, fagmennska.... þetta eru orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um hleðsluhelgina með Írisi Dögg. Mæli heils hugar með og spyr: Er ekki komið að þér?"

Ásdís Rósa Baldursdóttir
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021

"Við vinkonurnar fórum í hleðslu yoga eina helgi í maí á Hótel Kötlu. Það var svo sannarlega stórkostleg upplifun. Næring fyrir líkama og sál. Móttökurnar voru frábærar – Íris hefur dásamlega nærveru svo hlý og falleg og fagmannleg í alla staði. Við vorum afar fjölbreyttur hópur, sumir höfðu stundað yoga áður og aðrir sem voru að stíga sín fyrstu skref. Öllum var mætt á þeim stað sem við vorum. Hótelið er frábæræega staðsett og maturinn æðislegur. Mæli svo sannarlega með".

Hulda Blöndal
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021

„Mæli 100% með hleðsluhelgi með Íris, átti yndislega helgi með vinkonum mínum í yndislegu umhverfi“

Kristín Ólöf
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2022

"Ég mætti á Hleðsluhelgi hjá Írisi í mars 2022 og vá hvað það var dásamlegt.

Helgin var í alla staði stórkostleg og ég var gjörsamlega endurnærð þegar ég kom heim. Hótelið er gott, umhverfið æðislegt, maturinn frábær. Íris er frábær Yoga kennari, róleg og yfirveguð og hefur alveg yndislega nærveru. Ég mæli heilshugar með hleðsluhelginni“.

Elísa Berglind
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2022

"Hef farið á hleðsluhelgi með henni Írisi og var þetta frábært í alla staði.Yoga, gönguferðir og frábærar konur á öllum aldri að njóta".

Oddný Ólafsdóttir
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021

"Við vinkonurnar skelltum okkur á Hleðsluhelgi í febrúar fyrir tveimur árum og það var dásamlegt! Íris er frábær kennari og leiðbeinandi, með svo kærleiksríka og blíða nærveru. Það var ótrúlega gott að gefa sér tíma til þess að njóta, vera til og upplifa náttúruna, hugleiða og yogast og styrkja vináttuböndin í leiðinni“.

Elva Dögg og
Kristbjörg María
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021

"Hleðsluhelgin hjá Íris á Hótel Kötlu var dásamleg og stóð svo sannarlega undir nafni en ég kom alveg endurnærð heim eftir hana. Íris er auðvitað frábær jógakennari og dagskráin var svo skemmtileg og mátulega þétt, maturinn góður og notalegt að fara í heitan pott á kvöldin. Ég mæli heilshugar með að skella sér með góðri vinkonu í mömmufrí og núllstillingu“.

Guðrún Özurardóttir
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021

"Hleðsluhelgin var nærandi á svo margan hátt. Íris hefur einstaka nærveru og jógatímarnir voru fjölbreyttir og allir frábærir. Gangan var bæði skemmtileg ogfræðandi og það var eitthvað mjög heillandi við samverustundina sem við áttum í hellinum eftir gönguna. Maturinn á hótelinu var mjög góður og umhverfið þarna mjög fallegt. Ég mæli heilshugar með að taka sér tíma til að hlaða batteríin með því að eiga hleðsluhelgi með Írisi“.

Marta Daníelsdóttir
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2022

"Helgarnámskeiðin hjá Írisi Dögg eru vel skipulögð, mátulega mikið yoga og útivist með áhugaverðri leiðsögn hennar. Yoga sem allir geta gert og lært eitthvað nýtt í leiðinni og svo er maturinn á Hótel Kötlu virkilega góður. íris Dögg er frábær leiðbeinandi með þægilega nærveru“.
Steindóra Kr. Gunnlaugsdóttir
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021 og 2022
"Við vinkonurnar skelltum okkur á Hleðsluhelgi í febrúar fyrir tveimur árum og það var dásamlegt! Íris er frábær kennari og leiðbeinandi, með svo kærleiksríka og blíða nærveru. Það var ótrúlega gott að gefa sér tíma til þess að njóta, vera til og upplifa náttúruna, hugleiða og yogast og styrkja vináttuböndin í leiðinni“.
Elva Dögg og Kristbjörg María
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021

"Endurnæring, skemmtun, alúð, fagmennska.... þetta eru orð sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um hleðsluhelgina með Írisi Dögg. Mæli heils hugar með og spyr: Er ekki komið að þér?"
Ásdís Rósa Baldursdóttir
Hleðsluhelgi á Hótel Kötlu 2021

Allt það besta býr innra með okkur.

Viltu taka frá eina helgi til þess að hlaða þig orku og vellíðan?