Yoga

Yodacave

Ég leiði yogatíma í Mjölni og námskeiðið Yin yoga og yoga nidra hjá GoMove Iceland.

Ég lauk yogakennaranámi í hatha og ashtanga yoga í Rishikesh á Indlandi 2018. Seinna bætti ég við yin yoga og yoga nidra kennaranámi á Íslandi.

Yogabrunnurinn er botnlaus og ég held góðu sambandi við kennarana mína og sæki mér þekkingu og reynslu úr ýmsum áttum. Við hættum aldrei að læra og ég upplifi mig alltaf sem nemanda, líka þegar ég leiði tíma. Við erum öll saman í þessu, alltaf.
Árin 2021-2023 leiddi ég Hleðsluhelgar á Hótel Kötlu og blandaði þar saman yoga og útivist. Árið 2024 færðum við okkur uppí Borgarfjörð, á Hótel Húsafell.

Útivist

irisyogablisss

Náttúran nærir og ég upplifi sömu tilfinningu í útivist og í yoga.

Yoga þýðir sameining, á einstaklingssálinni og alheimssálinni. Í náttúrunni verðum við svo agnarlítil en um leið risastór þeagar við tengjumst henni.

Ég er alin upp í kringum hesta og ætlaði alltaf að verða bóndi þegar ég yrði stór. Hestamennskan er í blóðinu eins og við segjum, og er stór hluti af mér.

Ég geng, hleyp og hjóla þegar færi gefst. Fjallahjólin heilluðu mig uppúr skónum 2014 og gravelhjólið er æðislegt líka.

Leiðsögn

hleðsluhelgi

Útivistarbakterían varð til þess að ég skráði mig í Leiðsögunám hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 2015 og bætti við auknum ökuréttindum í kjölfarið.

Ég tek að mér stök verkefni sem ökuleiðsögumaður og nýt þess að flakka um með ferðamenn og upplifa Ísland frá þeirra sjónarhorni.